news

Bóndadagur

26. 01. 2021

Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur föstudaginn síðast liðinn. Misjafnt var eftir heimastofum hvað börnin bjuggu til, flest gerðu víkingahatta en önnur fóru enn lengra og bjuggu til sverð og skildi og mættu eins og víkingar og valkyrjur í sameiginlega söngstund. Í hádeginu var boðið upp á kjötsúpu og smakk af þorramat. Flest voru börnin til í að smakka á alls konar þorramat en þau voru nú ekki mörg sem þótti hákarlinn góður og það mátti sjá óborganleg svipbrigði á mörgum barnannna. :)

© 2016 - 2021 Karellen