news

Dagur leikskólans

05. 02. 2021

Það var nú aldeilis dásamlegt að vera í leikskólanum í morgun. Í tilefni af degi leikskólans (sem er á morgun) buðum við upp á flæði um allan leikskólann. Opið var inn á allar heimastofur, þar sem boðið var upp á alls konar skemmtilegan efnivið, listasmiðja á suðurgangi og í Hreiðri var allt úr salargeymslunni tekið fram og leikið með. Börnin fengu svo að flæða út um allan leikskóla og leika sér eins lengi og þau vildu.

Alls staðar mátti heyra hlátur og gleði og hjartað í manni stækkaði um nokkur númer við að sjá eldri börnin hjálpa þeim yngri, leika við þau og kenna þeim. Börn svo miklir gullmolar :)

© 2016 - 2021 Karellen