news

Jólasögustund

16. 12. 2020

Í dag vorum við með jólasögustund í Hreiðrinu. Kata aðstoðarleikskólastjóri las fyrir öll börnin "Jólakötturinn tekinn í gegn" og sýndi myndir úr bókinni á tjaldi. Sagan segir frá því þegar jólasveinarnir skipta með sér verkum við að baða, þurrka og skreyta jólaköttinn fyrir jólin.

Elstu börnin fengu svo líka að heyra Grýlusögu sem er æsispennandi saga um afa þegar hann er lítill og óþekkur og Grýla tekur hann og fer með upp í helli. Sagan endar sem betur fer vel :) En við ræddum nú líka um að þetta væri nú sem betur fer platsaga sem var sögð börnum í gamla daga þegar foreldrar héldu að besta uppeldisaðferðin væri að hræða börn til hlýðni. Sem betur fer vita foreldrar betur í dag.

Mjög skemmtileg og jólaleg sögustund, börnin voru svo dugleg að hlusta og þetta verður klárlega endurtekið.

© 2016 - 2021 Karellen