Börnin í Skarðshlíðarleikskóla létu ekki sitt eftir liggja að skreyta jólatré í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Þrjú tré skreyttu þau með máluðum könglum og er eitt þeirra merkt leikskólanum en þau standa öðrum megin við brúnna á torginu.