news

Litlu jólin

18. 12. 2020

17.des voru litlu jólin haldin hjá okkur. Börn og starfsfólk mættu í fínni fatnaði og haldin voru tvö jólaböll. Börnin á Hrauni og Hól byrjuðu að dansa í hringi í kringum jólatréð og svo dönsuðu börnin á Lyngi og Laut svona ... aðeins meira með frjálsri aðferð :)

Í hádeginu fengum við dýrindis jólamat að borða og ís í eftirrétt.

Eftir nónhressingu drifu sig allir út en þá mættu á útsvæðið okkar hressir sveinar sem sungu, sprelluðu og göldruðu fyrir börnin. Þeim tókst meira að segja að galdra pakka í hólfin frá börnunum.

Dásamlegur og hátíðlegur dagur að baki.


© 2016 - 2021 Karellen