news

Sólarball

21. 04. 2021

Í dag er síðasti vetradagur þessa árs og sumardagurinn fyrsti því á morgun. Því vildum við fagna og þar sem við áttum íþróttasalinn líka var ákveðið að slá upp Sólarballi í helmingnum af salnum og þrautabraut og stöðvum í hinum helmingnum.

Öll börn og starfsfólk leikskólans skelltu sér svo á ball, sungu og dönsuðu og léku sér í stöðvunum. Mikil gleði ríkti og þetta verður klárlega endurtekið.

Dásamlegt var að sjá hvað eldri börnin hugsuðu vel um yngri börnin og dönsuðu við þau og hjálpuðu þeim.

© 2016 - 2021 Karellen