Skarðshlíðarleikskóli samanstendur af fjórum heimastofum (deildum), tvær fyrir yngri á suðurgangi og tvær fyrir eldri á norðurgangi.
Á Laut dvelja yngstu börnin, 15-24 mánuða. Á Lyngi dvelja 2-3 ára börn og á Hrauni 4-6 ára. Áætlað er að opna fjórðu og síðust heimastofuna, Hól, í ágúst 2020 og þar munu 3-4 ára börn dvelja.
Holt heitir sérkennslustofan okkar en þar er einnig skrifstofa sérkennslustjóra.
Í leikskólanum er matstofa sem einnig nýtist sem hreyfisalur og undir sameiginlega viðburði og er rýmið kallað Hreiður. Hver heimastofa á hreyfisalinn einu sinni í viku.
Listalundur hýsir eins og nafnið ber með sér listasmiðjuna. Hver heimastofa á að jafnaði Listalund einu sinni í viku.
Hamar hýsir skrifstofur, kaffistofu, fundarherbergi og undirbúningsherbergi starfsfólks.
Útisvæði leikskólans er glæsilegt og býður upp á mjög fjölbreyttar aðstæður til leiks, hreyfingar, rannskókna og fleira skemmtilegt.