Í Skarðshlíðarleikskóla er starfrækt foreldrafélag sem sér um ýmsar skemmtanir og uppákomur fyrir börnin s.s. sumarhátíð, jólaball og sveitaferð. Stofnaður hefur verið sjóður á vegum félagsins sem foreldra geta greitt í svo hægt sé að standa undir kostnaði. Foreldrar hafa val um að greiða í sjóðinn og einungis er greitt eitt gjald á fjölskyldu. Rukkun er send í heimabanka einu sinni á önn og upphæðin 3000 kr.
Í stjórn foreldrafélags Skarðshlíðarleikskóla sitja:
Emma Dröfn Kristrúnardóttir, formaður
Margrét Svandís Þórisdóttir, varaformaður
Daníel Sigurðsson, gjaldkeri
Sigríður Jónsdóttir, meðstjórnandi
Harpa Dís Magnúsdóttir, meðstjórnandi