Senn líður að útskrift elstu barnanna og í vetur hafa þau verið í kór sem m.a. æfir lög til að syngja á útskriftinni þeirra. Á föstudaginn s.l. héldu þau general prufu og buðu börnum og starfsfólki leikskólans að horfa á. Þau stóðu sig svo glimrandi vel að starfsfólk var með tárin í augunum og gæsahús fyrir allan peninginn. Þvílík hæfileikabúnt þessi börn okkar <3