Karellen
news

Generalprufa

19. 05. 2021

Í dag verður 2015 árgangurinn okkar útskrifaður. Börnin eru búin að vera í kór í vetur þar sem þau hafa m.a. æft lög til að syngja í útskriftinni sinni. Í dag héldu þau generalprufu og buðu börnum og starfsfólki leikskólans að hlusta. Það er mikil kjarkæfing að standa fyrir framan aðra og syngja og kynna lög. Börnin sungu af þvílíkri innlifun að fólk táraðist og klappaði þeim lof í lófa. Kórstjórarnir alveg sprungu úr stolti og geta ekki beðið eftir að foreldrar þessara barna fái að njóta þessa söngs á eftir.

© 2016 - 2022 Karellen