Karellen
news

Hjóladagur

20. 05. 2022

Hjóladagurinn er alltaf jafn vinsæll og gekk rosalega vel í ár. Börnin mættu í leikskólann með hjól, sparkbíla, þríhjól eða hlaupahjól og að sjálfsögðu öll með hjálma á höfðinu. Kennarar voru búnir að mála á útisvæið akreinar, gangbrautir, hringtorg og fleira. Börnin voru búin að útbúa umferðaskilti og svo var sett upp þvottastöð því við verðum nú að geta bónað kaggana. Yngri börnin hjóluðu fyrir hádegi og eldri börnin eftir hádegi og allir skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2023 Karellen