Það ríkti mikil gleði hjá okkur í leikskólanum að geta boðið foreldrum loksins á jólaball til okkar. Við fengum lánaðann sal upp í grunnskóla svo við hefðum nægt rýmið til að skvetta úr klaufunum og dansa í kringum jólatréð. Tveir rauðklæddir sveinar mættu á ballið og sungu, dönsuðu og sprelluðu og færðu svo börnunum gjafir áður en þeir héldu aftur út í bæ að gleðja fleiri börn.
Eftir ballið fór hersingin svo aftur niður í leikskóla þar sem foreldrar buðu upp á dýrindis veitingar.
Dásamleg stund sem við áttum saman.