Karellen
news

Krummaþema

08. 04. 2022

Síðustu vikur hefur Elísa nemi í leikskólakennarafræðum verið vettvangsnemi Jóhönnu á Laut og unnið að alls konar verkefnum. Í söngstund í morgun sýndu börnin afrakstur af Krummaverkefni sem þau hafa verið að vinna að með Elísu og sungu lagið Krummi krunkar úti á með þau veifuðu svörtum fjöðrum eins og þau væru að fljúga. Þau voru búin að vera lesa mjög skemmtilega bók um Krumma Króm sem þau gáfu leikskólanum. Þar sem þetta var síðasti dagurinn hennar Elísu hjá okkur var hún kvödd með gjöf og þökkum fyrir frábærar samveru. Vonandi kemur hún til okkar aftur :)


© 2016 - 2022 Karellen