Karellen
news

Solla stirða og Halla hrekkjusvín kíktu í heimsókn

30. 03. 2022

Í dag fengum við nú heldur betur hressandi heimsókn. Vinkonurnar Solla stirða og Halla hrekkjusvín kíktu og dönsuðu, sungu og gerðu leikfimisæfingar með okkur. Börnin létu sko ekki sitt eftir liggja og tóku fullan þátt og rúmlega það, alveg sama á hvaða aldri þau eru. Þær vinkonurnar voru alveg steinhissa á því hvað börnin voru fljót að læra allar hreyfingarnar og dansana og héldu að þau hefðu gert þetta oft áður. Algjörir snillingar þessi börn :)

© 2016 - 2022 Karellen