Karellen
news

Sumarhátíð

22. 06. 2021

4.júní hélt foreldrafélag Skarðshlíðarleikskóla sumarhátíð fyrir börn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk leikskólans. Veðurguðirnir buðu upp týbískt íslenskt sumarveður með rigningu en ekki hávaða roki svo þetta var "upgrade" frá síðustu sumarhátíð :)

Grillaðar voru pylsu og pulsur og boðið upp á ís, svala og kaffi. Úti í garði voru tveir hoppukastalar, sápkúlur, krítar og fleira dót. Íþróttaálfurinn og Solla mættu á staðinn, dönsuðu, sungu og fengu starfsmenn til að aðstoða sig. Börnin voru heldur betur ánægð með þá heimsókn.

Dásamleg sumarhátíð þar sem enginn lét veðrið trufla sig, allir brostu hringinn því við erum svo þakklát að fá að hittast og eiga góðar stundir saman... Loksins :)

© 2016 - 2022 Karellen