Karellen
news

Sumarhátíð Skarðshlíðarleikskóla

13. 06. 2022

Sumarhátíðin foreldrafélagsins okkar var haldin með pompi og prakt 2.júní sl. Pantaðir voru hoppukastalar sem komu strax um morguninn og fengu börnin þvi að hoppa allan daginn. Á hátíðinni sjálfri var búið að mála börnin, leikið sér með krítar, sápukúlur, útiholukubba og fleira. Boðið var upp á grillaðar pylsur, svala og ís og svo sýndu börnin skemmtiatriði með aðstoð Helenu tónlistakennara. Hún hefur verið með börnin í tónlistastundum í allan vetur og sýndu þau afraksturinn og kenndu foreldrum sínum hvernig á t.d. að rokka við Thunder struck með ACDC. Eintómir rokkarar í þessum leikskóla :) Veðrið var óvenjugott... engir hoppukastalar fuku og við biðjum bara ekki um meira hér :D

© 2016 - 2023 Karellen