Karellen
news

Sveitaferð foreldrafélagsins

09. 05. 2023

Skarðshlíðarleikskóli skellir sér í sveitaferð!

Fimmtudaginn 18. maí (Uppstigningardag) ætlar foreldrafélag Skarðshlíðarleikskóla að bjóða öllum börnum í leikskólanum í sveitaferð. Áfangastaðurinn er bærinn Miðdalur, sem staddur er í Kjósinni (um 45 mín akstur).

Mæting er á sveitabæinn kl 13:00 og ætlum við að gera okkur þar glaðan dag með dýrunum, borða saman nesti og hafa stuð! Áætlaður tími í heimsóknina er ca 1,5 klst.

Öll fjölskyldan er velkomin með! Foreldrafélagið borgar fyrir leikskólabörnin en fyrir aðra kostar 800 kr (ekki er greitt fyrir börn yngri en 2ja ára) Upplýsingar um hvernig skal greiða koma síðar.

Á staðnum er grill og góð nestisaðstaða. Hver og ein fjölskylda getur komið með pylsur+pylsubrauð fyrir sig, ásamt drykkjum, en foreldrafélagið býður upp á sósur og steiktan lauk með pylsunum. Að sjálfsögðu má koma með annað nesti – bara það sem hver og einn vill. Á bænum er í boði kaffi og mjólk fyrir þreytta foreldra

Við erum búin að panta sól og blíðu en til öryggis skulum við bara fylgjast með veðurspám og klæða okkur eftir veðri.

Frábært væri ef þið gætuð skráð börnin og hversu margir koma með á skráningarblað í fataklefum barnanna.

Sjáumst í sveitinni!
Stjórn foreldrafélags Skarðshlíðarleikskóla J

© 2016 - 2023 Karellen